Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins

Góðgerðar­mótið skemmti­lega, Ein­vígið á Nes­inu, fór fram á Nesvell­in­um á Seltjarn­ar­nesi 3. ágúst 2020 venju sam­kvæmt. Hert til­mæli sótt­varna­lækn­is settu þó sinn svip á móts­haldið því eng­ir áhorf­end­ur voru leyfðir í þetta skiptið. Snjall­ir kylf­ing­ar þáðu boð um að keppa og láta gott af sér leiða. Von, fé­lag til styrkt­ar skjól­stæðing­um gjör­gæslu­deild­ar E6 á Land­spít­al­an­um í Foss­vogi, fær að njóta góðs af mót­inu í ár. Er hún einnig kölluð Covid-deild Land­spít­al­ans. Í til­kynn­ingu frá Nes­klúbbn­um kom fram ekki að hafi fund­ist styrkt­araðili fyr­ir mótið í þetta sinn og þess í stað voru ein­stak­ling­ar og fyr­ir­tæki hvött til að leggja mál­efn­inu lið með frjáls­um fram­lög­um.
Sjá frétt á mbl.is:
https://www.mbl.is/sport/golf/2020/08/04/nytt_nafn_ritad_a_bikarinn/