Error message

  • Deprecated function: implode(): Passing glue string after array is deprecated. Swap the parameters in drupal_get_feeds() (line 394 of /var/www/virtual/netport.is/von-styrktarfelag.is/htdocs/includes/common.inc).
  • Deprecated function: The each() function is deprecated. This message will be suppressed on further calls in menu_set_active_trail() (line 2405 of /var/www/virtual/netport.is/von-styrktarfelag.is/htdocs/includes/menu.inc).

Von

Von, félag til styrktar skjólstæðingum gjörgæsludeildar LSH í Fossvogi er styrktarfélag sem var stofnað haustið 2007 af hjúkrunarfræðingum deildarinnar.

Verkefni okkar er fyrst og fremst að bæta aðstöðu skjólstæðinga okkar og gera þeim kleift að vera í sem bestu mögulega umhverfi á þeirra erfiðu stundum.

Við höfum m.a endurnýjað húsgögn, svefnaðstöðu, sjónvörp, útvörp, tölvu, aðstöðu til að neyta matar svo dæmi séu tekin.

Einnig veitum við styrki til skjólstæðinga okkar sem oft hafa átt við alvarleg veikindi að etja.

Hverjum sjúklingi fylgja margir aðstandendur, á árinu 2017 lögðust 750 sjúklingar inn á deildina.

Að vera aðstandandi sjúklings á gjörgæsludeild er mikið álag, bæði líkamlegt sem andlegt og biðin eftir bata getur oft verið erfið og löng.

Fjáröflun fer fram með þáttöku í Reykjavíkurmaraþoni og annara viðburða, auk sölu minningar og tækifæriskorta.