Sala á bolum skilaði myndarlegum styrk.

Það var sannarlega gefandi stund þegar Birgir Ómarsson grafískur hönnuður hjá Kaktusi og Árni Esra Einarsson afhentu félaginu myndarlegan styrk sem hefur safnast vegna sölu bolanna. Vegna heimsóknarbanns á Landspítalans í Fossvogi var móttaka haldin á þyrlupallinum við spítalann. Stjórn Vonar sendir öllum velunnurum félagsins alúðarþakkir.